The Arctic Henge

Margar myndir í einni_norðurljós Margar myndir í einni_dagurinn

In Icelandic below

The Arctic Henge

Set in Raufarhöfn, one of the most remote and northernmost villages in Iceland where the Arctic Circle lies just off the coast, the Arctic Henge (Heimskautsgerðið) is under construction. Similar to its ancient predecessor, Stonehenge, the Arctic Henge is like a huge sundial, aiming to capture the sunrays, cast shadows in precise locations and capture the light between aligned gateways.

History

Heimskautsgerðið (The Arctic-Henge) has it s roots in the innovators Erlingur Thoroddsen’s speculations about the possibility to use endless vistas, where nothing obstructs the horizon, and the midnight sun.  The idea to use the dwarf names from the eddic poem Völuspá (Prophecy of the Seeress) and modernize some aspects of the old world of the Sagas, soon became a part of these speculations.  The first version of the idea is from 1998 but in 2004 it was finalized, with allusions to mythology and folklore, designed to interact with the unique natural light.

No one has been able to explain the dwarfs in the Völuspá, apart from Austri (East), Vestri (West), Norðri (North) and Suðri (South), who carry the sky.  By connecting the names of the dwarfs to the season, as for example Bjartur (Bright) Blíður (Sweet) and Svásuður (Gengle) to the summer, it is possible to fit the names of the dwarfs to a yearly circle of 72 weeks.  The year-circle of the dwarfs becomes a kind of almanac, where each dwarf controls a five day period.  All the dwarfs have been given a role and they have all have their own personalities.  This means that the dwarfs can be connected to birthdays and people can connect to their personal dwarf.

Around this made up world rises the Heimskautsgerði (Arctic-Henge) on the Melrakkaás (Foxhill) in Raufarhöfn.  The Heimskautsgerði is around 50 meters in diameter, with 6 meter high gates that face the main directions.  Between the gates is a high wall with a small opening at the top.  Inside the circle stands 10 meter high column on four pillars. The column will be topped with cut prism-glass that splits up the sunlight unto the primary colors.  The opening between the pillar look towards the main directions, so example the midnight sun can be seen from the south gate through the middle column and the north gate.  The play of light and shadow will follow the time of the day.  The openings on the wall will let in the sunrays so when the building is completed a sundial can be set up.

Inside the circle are 68 dwarfs who stand around a circular dwarf trail.  Inside the trail is the polar star pointer, and does exactly what its name says.  There you can also find the throne of the sun that is meant to be a place where the traveler can sit down to have his picture taken.  Also a hall of rays, which is a sort of sanctuary between high columns, with one seat, where the guest can empty his mind an renew his energy.  An altar of fire and water, that reminds us of the power of the elements, where events can be performed, for examples weddings, oath taking and so forth

Getting There

It´s about 130 km from Húsavík, but good roads all the way, so allow 1.5 hrs.
Follow the road 85 northeast out of Húsavík, past Ásbyrgi, taking the 874 road junction east just before Kópasker. Once in Raufarhöfn, you can´t miss the stones, looming impressively on the hill above the town. There is a short track to drive up, or you can walk if you prefer. Here is the route.

Heimskautsgerðið

Heimskautsgerðið er sprottið upp úr vangaveltum Erlings Thoroddsen um hvernig hægt er að virkja endalausa víðáttu, þar sem ekkert skyggir á sjóndeildarhringinn, heimskautsbirtuna og miðnætursólina. Inn í þessum vangaveltum kom hugmyndin að nota dvergatal  Völuspár og Snorra Eddu og dusta rykið af fornum sagnaheimi og færa til nútíðar. Utan um þennan hugarheim rís Heimskautsgerðið á Melrakkaási við Raufarhöfn

Heimskautsgerðið er um 50 metrar í þvermál, 6 metra há hlið vísa til höfuðáttanna.  Í miðju hringsins er 10 metra há súla  á fjórum stöplum, sem áform eru uppi um að skarti kristaltoppi sem brýtur sólarljósið og varpar geislum sólar um allt Gerðið.  Fjórir skúlptúrar eru inní Gerðinu hvert með sínu sniði. Pólstjörnubendir sem vísar á Pólstjörnuna.  Hásæti sólar þar sem birtan í ákveðinni stöðu boðar sumarkomu. Geislakór er rými á milli hárra stöpla þar sem hægt  verður að setjast niður, tæma hugann og endurnýja orku sína.  Altari elds og vatns sem virkjar frumkraftana.

Inni Gerðinu verður árhringur dverga, steinar sem hver um sig tákna ákveðinn dverg.  Þessir dvergar eru alls 72 talsins og er getið í íslenskum fornbókmenntum.  Með þeim fjölda á hver dvergur sitt „vik“ í árinu, ef miðað er við 5 daga viku.  Með því að tengja nöfn dverganna við árstíðir, eins og til dæmis nafnið Vetrarfaðir á fyrsta vetrardag þá ganga nöfnin upp eftir því hvar í árinu þeir lenda sem myndar 72 vikur.  Árhringur dverga er þannig orðinn einskonar almanak, þar sem hver dvergur ræður 5 dögum.  Til dæmis Várkaldur í viku vors, Bjartur í viku sumars þegar nætur eru bjartar og Dvalinn í haustviku þegar allt leggst í dvala fyrir veturinn. Enginn hefur getað útskýrt tilurð eða hlutverk dverganna í Völuspá nema þeirra Austra, Vestra, Norðra og Suðra, sem halda uppi himninum.  Í hugmyndafræði Heimskautsgerðisins hefur öllum dvergum verið gefið hlutverk og þeir verið persónugerðir.  Þannig er hægt að tengja dvergana við afmælisdaga og mynda tengsl við þá. Dvergarnir eru svo hluti af tímabilum goðanna sem eru gömlu mánuðirnir.  Þegar á árið er litið sést að það eru 6 dvergar sem tilheyra hverjum (gamla) mánuði og hver mánuður tilheyrir ákveðnu goði.  Hliðin, Austri, Vestri, Norðri og Suðri, á milli stöplanna vísa mót höfuðáttunum, þannig að miðnætursólin sést frá suðurhliði gegnum miðsúlu og norðurhlið, á sama hátt og sólarupprás sést frá vesturhliði í gegn um miðsúlu og austurhlið.  Samspil ljóss og skugga sýnir eyktamörkin.
Nánari upplýsingar um hugmyndafræði Heimskautsgerðisins er að finna í skýrslu frá árinu 2005 sem liggur frammi í Kaffi Ljósvangi á Raufarhöfn

Heimskautsgerðið er 50 km frá Kópaskeri, 54 km frá Þórhöfn og 154 km frá Húsavík. Hér má sjá leiðina.

Heimskautsgerði