Sólargangur

Raufarhöfn liggur næst heimskautsbaug allra þéttbýlisstaða á landinu. Þar er dagurinn hvað lengstur á sumrin og stystur á veturna og sólin sest ekki í nokkrar vikur í kringum sólstöðurnar. Birtan er einstök og sökum hve landið er lágt þá skyggir ekkert á sjóndeildarhringinn í heilar 360 gráður en fyrir vikið nýtur sólin sín allt árið frá sólrisi til sólseturs.

Í dag vitum við nákvæmlega hvar sólinn er að hverju sinni, í það og það skiptið á árinu. Þannig er hægt að leika sér að ljósi og skuggum á margvíslegan hátt í Heimskautsgerðinu. Hvort sem það er að vetri til eða að sumri til. 

Það er og verður stórkostleg upplifun að standa inni í steinhringnum og horfa til himins á vetrar nóttum en stjörnuhimininn er breytilegur eftir árstíðum eða eftir því hvernig vetrarbrautin liggur yfir gerðinu.  Mörg náttúrufyrirbrigði koma til með að njóta sín, tungl, sól, norðurljós, stjörnur og sjálf vetrarbrautin.

Þarna verður upplagt að fylgjast með öllum þeim viðburðum sem verða á himninum á ári hverju svo ekki sé minnst á þegar um sólmyrkva eða aðrar stjarnfræðilega stórviðburði er að ræða.